Enn meiri kjánahrollur

Það er nú ekki hægt að segja að álitið á þessu framboði hafi skánað við að sjá þetta viðtal. Þau virðast ekki hafa hugmynd um hvað þau ætla sér að gera, sem sést nú líklega best á því að þau hafa ekki einu sinni getað fundið nafn á framboðið.

Svo er nú ekki hægt að kalla þessa stefnu þeirra annað en lista yfir faguryrði sem ekkert skipulag er á en gæti fallið vel í kramið hjá þeim sem eru orðin yfir sig þreytt á fjórflokknum. Fólk sem þyrstir í eitthvað nýtt, alveg sama hvað það er svo lengi sem það er ekki fjórflokkurinn.

Segi bara að kjánahrollurinn heldur áfram.

Vísa í fyrri færslu mína um skoðun mína á hvað vantar í íslenskt stjórnmálalíf.


mbl.is Kannski fleiri en einn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband