Meingallað

Þessar tillögur eru svo meingallaðar að það hálfa væri helv. hellingur. Einu hækkanirnar sem þessar tillögur fela í sér er til einstaklings sem býr einn í leiguhúsnæði og einstæðs foreldris með fjögur eða fimm börn í leiguhúsnæði. Bæturnar hjá einstaklingnum fara úr 18 þús. í 22 þús. kr. á mánuði ef þær eru óskertar. Og hjá einstæða foreldrinu væru fjórða og fimmta barnið talið með sem er ekki í núverandi húsaleigubótakerfi.
Hins vegar myndu bætur til einstæðs foreldris með eitt til þrjú börn í leiguhúsnæði lækka um 1500 - 2900 kr. á mánuði.
Þar að auki lækka bæturnar umtalsvert til þeirra sem eru í eigin húsnæði.
Og svo er annað; fólk sem eru með barnið eða börnin sín í jafnri umgengni við forsjárforeldrið fá enga uppbót á sínar húsnæðisbætur þrátt fyrir að það þurfi augljóslega stærra og dýrara húsnæði heldur en ef það byggi eitt.
Ekki er minnst einu orði á þennan hóp, sem fer sístækkandi, og því er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en að enn og aftur sé gengið fram hjá umgengnisforeldrum.
mbl.is Gæti kostað 23-27 milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara góð skilaboð um að vanda makavalið og vera ekki að hlaða niður börnum fyrr en þú ert búinn að finna þann einstakling sem þú viljir eyða lífinu með ???

Karpi (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:52

2 Smámynd: Óskar

Sammála þér.  Vandamálið er að þessi ríkisstjórn, reyndar ekki frekar en nokkur önnur, hefur aldrein neitt viljað gera í málum forræðislausra foreldra.   Meðlagsgreiðslur eru t.d. ekki dregnar frá tekjuskattsstofni sem er galið.   Nýleg breyting femínistasleikjunnar Ögmundar á lögum þar sem sameiginlegt forræði er afnumið er skelfileg afturför.  Ég veit ekki hvað er að, kanski eru hagsmunasamtök forræðislausra foreldra ekki nógu sterk gegn femínistaáróðrinum.  Staðreyndin er sú að langflestir forræðislausir foreldrar eru karlmenn.

Varðandi bullið í honum Karpa hér að ofan þá held ég að hann ætti að finna sér ljósastaur til að tala við.  Hann virðist á svipuðu vitsmunastigi.

Óskar, 21.5.2012 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband