Leggjum Hæstarétt niður!!!

Ég get eiginlega ekki annað en borið virðingu fyrir Ögmundi þó að ég sé nú ekki alltaf sammála honum. Reyndar yfirleitt ekki sammála honum. Hann er eingöngu að fylgja sinni eigin sannfæringu, sem honum og öllum öðrum þingmönnum ber að fara eftir. Ég var ósáttur við gagnrýni hans á hæstarétt eftir þessa ákvörðun þeirra en hann stendur við orð sín að það eigi að fylgja henni til hins ítrasta.  

Þessi hugmynd að það sé bara allt í lagi að fara á svig við dóma eða ákvarðanir Hæstarétts sýnir það bara svart á hvítu að núverandi stjórnvöld hafa algjörlega hundsað kröfu þjóðarinnar um breytingu á stjórnarháttum í landinu. Þar fara í fararbroddi Jóhanna og Steingrímur. Jújú, vissulega er þessi leið lögleg en á sama tíma er hún siðlaus með öllu og gegn anda þrískiptingar valdsins. Að vísu hafa íslensk stjórnvöld aldrei haft mjög mikið álit á þeirri reglu.

Dómarar hæstaréttar sem og aðrir dómarar dæma samkvæmt lögunum, bæði í víðum og þröngum skilningi.  Það er ekkert að því að gagnrýna dóma sem koma frá dómstólum en þeim skal hlýta engu að síður.  Um leið og fólki finnst það bara í góðu lagi að fara fram hjá dómum hæstaréttar af því að það er ekki sammála þeim eða þeir eru óþægilegir þá getum við alveg eins lagt hæstarétt niður. 

Ég er þeirrar skoðunar að stjórnlagaþing skal halda en þetta er ekki rétta leiðin til að það verði sátt og samstaða um störf þess þings.  


mbl.is Ítrekar andstöðu við stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband