Nýtt Ísland

Er nákvæmlega það sama og gamla Ísland. Enginn dreginn til ábyrgðar um neitt. Góðvinir stjórnar fá embætti á silfurfati. Og fólk sem þykist axla ábyrgð er hyglt með því að því er veitt sama embætti aftur.

Ég veit ekki með annað vinstra fólk en ég batt miklar vonir við vinstri stjórn á Íslandi.  Loksins skyldi vera stefnt að jöfnuði í þjóðfélaginu og spillingarlausu stjórnkerfi.  Loksins "norræn velferðarstjórn" á Íslandi.

Ég get ekki að því gert en að hálfsjá eftir að hafa ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn í seinustu kosningum.  Hefðum við verið með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn þá hefði maður í það minnsta ekki orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum með stjórnina eins og raunin er í dag.  Það hefði jafnvel getað komið manni á óvart hvað hefði gerst í stjórn þessa lands eftir skellinn sem þeir fengu.  

Nú hef ég persónulega fengið nóg og hef ákveðið að segja mig úr Samfylkingunni.  Þetta var seinasti dropinn sem til þurfti.  Svo á bara eftir að koma ljós hversu vel mér gengur að losna úr klóm stjórnmálaflokks.  Hef heyrt að það gangi mjög misvel.  Ég hvet annað vinstra fólk sem er flokksbundið til hins sama.  Ég held að þörf sé á nýju vinstra afli í þessu landi.  Afl sem heldur hinni vinstri hugsjón raunverulega á lofti.


mbl.is Kosið í landskjörstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband