Hið pólítíska vald

Þetta mál í heild sinni hefur sýnt svo ekki verður um villst hversu meingölluð lögin um Landsdóm eru. Það er nefnilega bara þannig að það er út í hött að kjörnir fulltrúar (hið pólítíska vald) geti tekið ákvörðun um hvort eigi að ákæra aðra núverandi eða fyrrverandi kjörna fulltrúa vegna glæps sem var eða var ekki framinn.
Ég er vissulega fylgjandi því að einhverja hefði átt að draga til ábyrgðar fyrir hrunið. En það hefði að sjálfsögðu átt að ákæra alla fjóra sem til voru nefndir og leyfa síðan Landsdómi að vinna sína vinnu eða sleppa þeim öllum. Með því að taka einn af þessum einstaklingum út fyrir svigann missti þingheimur allt traust til að geta verið einhvers konar ákvörðunarvald þegar kæmi að svona málum.
Að þessu sögðu þá verð ég samt að vera sammála henni Ólínu, allavega að forminu til, að það lítur ekki vel út ef Alþingi fer að skipta sér af málinu aftur og meira.
Fyrir utan að það hlýtur nú að vera betra fyrir Geir, víst að þetta fór svona á annað borð, að málið sé klárað. Þar með yrði kominn endanlegur dómur um sekt eða sakleysi hans og þar með möguleika á uppreisn æru á einhverjum tímapunkti. Ef málið verður hins vegar ekki klárað þá mun þetta hanga yfir honum það sem eftir er, og þá er ég ekki að meina til hans æviloka heldur væntanlega til endiloka íslensks lýðveldis, svo ég leyfi mér svona einu sinni að vera pínu dramatískur.
mbl.is Skoða frávísun á frávísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband