Ef ekki nú, hvenær þá?

Hversu skýr þurfa skilaboðin til ykkar eiginlega að vera til að þið skiljið að tími ykkar er liðinn? Þarf virkilega að fara í aðra búsáhaldabyltingu til að þið segið af ykkur? Að drulla upp á bak byrjar ekki einu sinni að lýsa störfum þessarar svokölluðu "Vinstri, norrænu velferðarstjórn".

Verst er að jafnvel þó að þessi stjórn myndi segja af sér og boðað yrði til kosninga þá er ekkert í boði til að kjósa sem væri skárra, nema þá mögulega Hreyfingin ef hún gæti þá stillt upp listum í tæka tíð.  Ég er ansi hræddur um að við fengjum sjálfstæðisflokk og framsókn aftur í stjórn ef það yrði kosið nú.

 Ég segi aftur það sem ég hef áður sagt, við þurfum nýtt raunverulegt stjórnmálaafl í þessu landi okkar.  Stjórnmálaafl sem raunverulega stendur við það að breyta stjórnskipan landsins og ýta út gömlum starfsháttum sem mikið til hafa byggst á spillingu og góðvinagreiðasemi.  Hefði ég fjármagnið og tengslanetið til þá myndi ég standa fyrir stofnun slíks afls en því miður þá hef ég hvorugt.


mbl.is Ekki tilefni til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér við verðum að fá nýtt blóð og nýjar áherslur í stjórnmálin, Hreyfingin er nokkuð góð til þess.

Sigurður Haraldsson, 10.4.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Gallinn við Hreyfinguna er tvíþættur. Annars vegar er það yfirlýst stefna þeirra að hún verði lögð niður um leið og stefnuskrá þeirra verður uppfyllt. Þetta gerir það að verkum að ég held að fólk er hræddara en ella við að kjósa Hreyfinguna. Því ef það liggur fyrir að það (flokkurinn, listinn, aflið eða einstaklingurinn) sem þú kýst hverfur um leið markmiðum þess er náð þá er ekkert sem segir að markmiðunum verði viðhaldið eftir að þeim er upprunalega náð.

Á hinn bóginn held ég að fólk verði sömuleiðis hrætt við að kjósa Hreyfinguna eftir allt fíaskóið í kringum Þráinn.

Að því sögðu þá viðurkenni ég fúslega að ég sveik þann flokk sem ég er ennþá flokksbundinn og kaus Hreyfinguna í seinustu kosningum og myndi gera það aftur núna við óbreytt ástand.

En einmitt þess vegna er ég að kalla eftir nýju raunverulegu afli í íslenskt stjórnmálalíf. Ég vil sjá breytingu, raunverulega breytingu ekki bara fögur loforð.

Bergþór Heimir Þórðarson, 10.4.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband