Ljóst er að þessi ríkisstjórn er fallin, hún bara veit það ekki sjálf. Ef það þarf að meta styrk stjórnarinnar þá er nokkuð ljóst að þeim er samt sem áður farið að gruna að það sé ekki allt með felldu. Því þarf að segja henni það svo það fari ekkert á milli mála og því sting ég upp á eftirfarandi:
Að einhver með fjármagn, kunnáttuna og aðstöðuna að setja um faglega og vel uppsetta undirskriftasöfnun um afsögn ríkisstjórnarinnar. Undirskriftasöfnun sem verður eins nálægt því að vera hafin yfir allan vafa og hægt er svo að ekki sé hægt að gagnrýna hana svo vel sé. Ég myndi gera það sjálfur en ég uppfylli því miður bara engin af skilyrðunum sem ég taldi upp í byrjun.
![]() |
Styrkur ríkisstjórnar metinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.4.2011 | 15:32 (breytt kl. 15:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið getur hins vegar haft mjög flóknar afleiðingar. Ég get svo sem ekki fullyrt að Bretar og Hollendingar fari ekki í mál, sérstaklega ekki eftir yfirlýsingar þeirra frá því í dag. En það fer ekkert á milli mála að á heildina litið munu þeir tapa meiru á að fara í mál heldur en að láta þetta bara gleymast.
Það eru nefnilega bara tvær niðurstöður í boði, annað hvort vinna þeir málið eða tapa.
Vinnist málið fyrir dómstólum þá verður komið fordæmi fyrir því að það sé full ríkisábyrgð á innistæðutryggingum. Sem er nokkuð sem ekkert ríki getur staðið undir verði allsherjarhrun bankakerfis í landinu. Við gátum það ekki og enn þá síður munu lönd eins og Bretland sjálft geta það. Þetta er eitthvað sem enginn innan ESB vill sjá.
Á hinn bóginn geta þeir tapað málinu fyrir dómstólum og þá kemur í ljós að við, almenningur í landinu en ekki ríkisstjórn, höfðum rétt fyrir okkur allan tímann. Sem mun þýða þvílíka álitshnekki fyrir bæði Breta og Hollendinga fyrir að hafa verið að níðast á örþjóð einhvers staðar úti í ballarhafi vegna skiptimyntar. Þar sem að þó upphæðirnar fyrir okkur hafi verið allt annað en skiptimynt þá var þetta ekkert annað fyrir Bretum og Hollendingum. Þetta var eingöngu gert til að sýna fram á yfirburði þessa fyrrum nýlenduherra yfir litla Íslandi. Þeim mistókst.
![]() |
Það getur orðið flókið að fara í mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 17:57 (breytt 14.12.2011 kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
En á sama hátt eru hinir flokkarnir að klofna líka. Ég held að það þurfi ekkert að minnast á stöðuna innan VG en ég hef enga trú á öðru en að stór hluti Samfylkingarfólks hafi líka kosið nei í þessum kosningum. Ég veit að ég gerði það. Að vísu hef ég boðað að ég ætli að segja mig úr Samfylkingunni en ég hef ekki komist í það. Ég á bágt með að trúa að ég sé eini skráði Samfylkingarfélaginn sem kaus nei. Og þar af leiðandi tel ég nokkuð augljóst að Samfylkingin er klofin líka. Þó það væri ekki út af neinu öðru en að þetta hefur verið eitt stærsta mál hennar síðan hún komst í ríkisstjórn.
Framsókn virðist vera eini flokkurinn sem er ekki að klofna en það gæti meira en vel verið að það sé bara vegna þess að þeim tekst betur upp við að fela það en hinum flokkunum.
En burt séð frá því þá væri óskandi að Sigmundur stæði við stóru orðin og bæri fram vantrauststillöguna strax eftir helgi. Og svo getur Bjarni gert slíkt hið sama vikuna þar á eftir, svo Þór Saari og svo koll af kolli þar til hún verður samþykkt.
![]() |
Fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 15:04 (breytt 14.12.2011 kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En ég er sammála Styrmi. Það verður að gera þessari sorglega vanhæfu ríkisstjórn það alveg ljóst að henni er ekki stætt á að sitja á þingi lengur. Hvort sem það er gert með undirskriftasöfnun, annarri búsáhaldabyltingu eða á einhvern annan hátt. Allsherjar uppreisn kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um einhvern annan hátt.
Hagstæðast væri að sjálfsögðu fyrir alla aðila ef það væri gert í gegnum undirskriftasöfnun eins og Styrmir stingur upp á. Þá þyrfti ekki að borga lögreglu óhemju fjárhæðir í yfirvinnukaup fyrir að verja þessa fégráðugu vitleysinga sem sitja á þingi ásamt því að það yrði enginn kostnaður vegna skemmda á alþingishúsinu eða öðrum dauðum hlutum. Að því ógleymdu að enginn slasast í slíkri undirskriftasöfnun, allavega ekki líkamlega.
![]() |
Undirskriftir gegn stjórninni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 14:52 (breytt 11.4.2011 kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hefur komið fyrir einstaka sinnum að ég hef hugsað mér eitt augnablik að kjósa Framsóknarflokkinn. Það nefnilega gerist af og til að það koma vitglampar í augu meðlima þess flokks. Eins og núna, með þessari ályktun þeirra um innanríkismál.
Það eru nokkur atriði í henni sem eru mjög skynsöm og ég er fyllilega sammála. Þar má helst minnast á raunverulegan aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds, persónukjör (hvernig svo sem á að framkvæma það, nokkuð augljóst að stjórnlagaþingskerfið virkaði ekki), að vægi atkvæða sé sem jafnast og öflug löggæsla svo eitthvað sé nefnt.
En svo skjóta þeir sig jafnharðan í fótinn og missa örugglega mitt atkvæði allavega og líklega fleirri sem eru að leita að einhverju "nýju" til að kjósa. Sem dæmi um atriði úr ályktuninni sem kemur alfarið í veg fyrir að ég geti kosið þennan flokk er að strax eftir að þeir segjast vilja að vægi atkvæða sé sem jafnast þá hafna þeir alfarið að landið verði eitt kjördæmi en það er eina raunhæfa leiðin til að vægi atkvæða sé alveg jafnt og verði það áfram. Önnur dæmi sem er vert að minnast á er að þeir vilja áfram hafa þjóðkirkju, eitthvað sem er að mínu mati löngu úrelt fyrirbæri. Sérstaklega hjá þjóð sem yrkir sína trú jafn lítið og raunin er hér á landi. Og að lokum að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.
![]() |
Styrkja þarf stöðu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hversu skýr þurfa skilaboðin til ykkar eiginlega að vera til að þið skiljið að tími ykkar er liðinn? Þarf virkilega að fara í aðra búsáhaldabyltingu til að þið segið af ykkur? Að drulla upp á bak byrjar ekki einu sinni að lýsa störfum þessarar svokölluðu "Vinstri, norrænu velferðarstjórn".
Verst er að jafnvel þó að þessi stjórn myndi segja af sér og boðað yrði til kosninga þá er ekkert í boði til að kjósa sem væri skárra, nema þá mögulega Hreyfingin ef hún gæti þá stillt upp listum í tæka tíð. Ég er ansi hræddur um að við fengjum sjálfstæðisflokk og framsókn aftur í stjórn ef það yrði kosið nú.
Ég segi aftur það sem ég hef áður sagt, við þurfum nýtt raunverulegt stjórnmálaafl í þessu landi okkar. Stjórnmálaafl sem raunverulega stendur við það að breyta stjórnskipan landsins og ýta út gömlum starfsháttum sem mikið til hafa byggst á spillingu og góðvinagreiðasemi. Hefði ég fjármagnið og tengslanetið til þá myndi ég standa fyrir stofnun slíks afls en því miður þá hef ég hvorugt.
![]() |
Ekki tilefni til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 14:06 (breytt 14.12.2011 kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar