Kjósa Framsókn???

Það hefur komið fyrir einstaka sinnum að ég hef hugsað mér eitt augnablik að kjósa Framsóknarflokkinn. Það nefnilega gerist af og til að það koma vitglampar í augu meðlima þess flokks. Eins og núna, með þessari ályktun þeirra um innanríkismál.

Það eru nokkur atriði í henni sem eru mjög skynsöm og ég er fyllilega sammála. Þar má helst minnast á raunverulegan aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds, persónukjör (hvernig svo sem á að framkvæma það, nokkuð augljóst að stjórnlagaþingskerfið virkaði ekki), að vægi atkvæða sé sem jafnast og öflug löggæsla svo eitthvað sé nefnt.

En svo skjóta þeir sig jafnharðan í fótinn og missa örugglega mitt atkvæði allavega og líklega fleirri sem eru að leita að einhverju "nýju" til að kjósa.  Sem dæmi um atriði úr ályktuninni sem kemur alfarið í veg fyrir að ég geti kosið þennan flokk er að strax eftir að þeir segjast vilja að vægi atkvæða sé sem jafnast þá hafna þeir alfarið að landið verði eitt kjördæmi en það er eina raunhæfa leiðin til að vægi atkvæða sé alveg jafnt og verði það áfram.  Önnur dæmi sem er vert að minnast á er að þeir vilja áfram hafa þjóðkirkju, eitthvað sem er að mínu mati löngu úrelt fyrirbæri.  Sérstaklega hjá þjóð sem yrkir sína trú jafn lítið og raunin er hér á landi.  Og að lokum að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.


mbl.is Styrkja þarf stöðu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband