Það er vonandi að samningurinn haldi sér

Launþeganna vegna en hins vegar mætti ASÍ setja virkilega mikla pressu á stjórnvöld núna. Jafnvel hóta því að staðfesta ekki samningana ef stjórnvöld koma ekki á einhvern hátt til móts við sín eigin sviknu loforð.
Ég geri mér fullvel grein fyrir því að erfitt er að breyta orðnum hlut eftir að fjárlög hafa verið samþykkt en það eru til fordæmi fyrir slíkum gjörningum, bara seinast í fyrrasumar þegar núverandi stjórnvöld hækkuðu bætur í almannatrygginga- og félagslega kerfinu.
Það er svona spurning, miðað við veruleikafirringuna hjá skötuhjúunum, hvort þau geri sér yfir höfuð grein fyrir því hversu nálægt brúninni þau eru komin.
mbl.is Ríkið ekki staðið við sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband