Vekur athygli

Þessi frétt snýr náttúrulega öllu á hvolf varðandi hvað það er sem vekur athygli. Það vekur mun meiri athygli í mínum huga að FIMM erlend fyrirtæki skyldu hafa haft frumkvæði að því að skrá sig heldur en einhver stórfyrirtæki á borð við Microsoft og Adobe hafi ekki skráð sig.
Þessi lög eru nefnilega með þeim kjánalegri sem ég hef séð í lengri tíma, eingöngu vegna þess að með þeim er íslenskur löggjafi að ímynda sér að erlend fyrirtæki séu almennt að fylgjast með íslenskri löggjöf. Fólk verður bara að átta sig á því að íslenskur markaður er svo lítill að fæst erlend fyrirtæki sjá hag í því að fylgjast með löggjöfinni hérna. Það er í raun jafn líklegt að stórt erlent fyrirtæki loki einfaldlega á íslenskan markað frekar en að skrá sig sérstaklega hérna á landi til að geta skilað inn pínulitlum virðisaukaskatti.
mbl.is Rafrænar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mun bara enda eins og Brasilíu og Ítalíu aðilar einfaldlega neita senda vörur hingað.

Aleksandar (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 13:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ætlar skattstjóri líka að birta yfirlit yfir kostnað vegna þessarar löggjafar í febrúar, til auðvelds samanburðar við "tekjurnar"?

Geir Ágústsson, 2.1.2012 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband