Þessi könnun sýnir svart á hvítu það sem ég hef talað um áður hérna á blogginu mínu; þjóðin vill fá nýtt alvöru framboð. Framboð sem hún getur treyst. Helst með fólki sem ekki hefur verið viðriðið stjórnmál áður þar sem það er ekki hægt að treysta gömlum pólitíkusum. Þá er bara spurningin hvað vill þjóðin raunverulega sjá í nýju framboði? Vill hún fá enn eitt framboðið sem titlar sig hægri eða vinstri, rautt eða blátt? Eða er kannski að opnast smuga fyrir framboð sem skilgreinir sig ekki samkvæmt þessum gamla úrelta kvarða? Ég sé fyrir mér framboð sem vill styrkja innri stoðir þjóðfélagsins, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið en jafnframt styrkja markaðinn og atvinnulífið. Lágmarks ríkisafskipti af fyrirtækjum og einstaklingum en þó nógu mikið til að það verði ekki skaðlegt. Koma fjárfestingum af stað aftur. Umhverfisvænt að því leytinu til að það er ekki virkjað bara til þess að virkja en ef það þarf að virkja þá er það gert. Svona mætti lengi telja, en það eru vissulega bara mínar skoðanir. Þessi skoðanakönnun sýnir hins vegar að ef það kemur nógu sterkt framboð fram, nógu tímanlega til að það geti kynnt sig og sínar áherslur nægjanlega vel fyrir kosningar þá mun fjórflokkurinn falla.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.12.2011 | 06:42 (breytt 10.12.2015 kl. 18:00) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning