Að skjóta sig í fótinn

Talandi um að tækla málið snarvitlaust. Hefði Bingi og co. raunverulega verið að hugsa annars vegar um hag sinna miðla og hins vegar um faglega fjölmiðlun þá hefði ritstjóri Pressunnar verið rekinn með skömm. Þar á eftir hefði mátt skoða hvort að "blaðamanninum" sem fékk þessa hugdettu að birta mynd af fórnarlambi meintrar nauðgunnar væri stætt á því að fá að halda áfram störfum í þessari grein. Svo hefði Vefpressan gefið út yfirlýsingu þar sem það væri mjög harmað að þetta atvik hefði átt sér stað og að þeir aðilar sem borið hefðu ábyrgð á atvikinu væru hættir störfum frá og með núna.

Afsökunarbeiðnir ritstjóra Pressunnar er eingöngu hænuskref í rétta átt. "Æ, úbs, fyrirgefðu, ég áttaði mig ekki á hvað þetta væri rangt" er ekki nægjanlegt til að taka ábyrgð á jafn alvarlegu athæfi og þetta var. Hvað þá að hin svokallaða afsökunarbeiðni skuli hafa innihaldið réttlætingu á gjörðinni sem ritstjóri heldur síðan fram í framhaldsafsökunarbeiðni að hafi ekki verið réttlæting. Hefði hann haft frumkvæði að því að segja af sér strax þá hefði mögulega verið hægt að taka hann alvarlega.

En í stað þess að taka rétt á málinu þá ætla þeir að snúa vörn í sókn og sækja þá sem hafa gagnrýnt þá sem hæst til saka fyrir ærumeiðingar og að hafa valdið fyrirtækinu skaða?!? Það var enginn sem olli fyrirtækinu jafnmiklum skaða og fyrrgreindur ritstjóri. Mun fyrirtækið fara í mál við hann þá líka?


mbl.is Vefpressan höfðar mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband