Kjánahrollur

Þetta er nú ekki það sem þjóðina vantar, meira af fólki sem lítur á stjórnmál sem brandara og nú á landsvísu. Vissulega hefur pólitík á Íslandi undanfarið verið einhvers konar lélegur brandari sem er meira sorglegur en fyndinn.
Því er enn nauðsynlegra að koma meiri alvöru inn í stjórnmálin heldur en að bæta í kjánalegheitin. Ég í það minnsta er fastur með kjánahrollinn eftir að hafa lesið þessa grein.
Það sem vantar hérna er raunverulegur valkostur við fjórflokkinn. Afl sem er tilbúið að taka almennilega á málunum. Koma atvinnulífinu almennilega af stað aftur í staðinn fyrir að rífa það endalaust niður. Koma samkeppni af stað aftur í stað þess að yppa bara öxlum yfir að flest stóru fyrirtækin í flestum greinum séu komin í eigu bankanna og starfa áfram á markaði í skjóli eigenda sinna. En jafnframt leiðrétta það mergsog sem núverandi ríkistjórn hefur stundað á innviðum þjóðfélagsins, heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu.
mbl.is Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband