Þá er næstu mál á dagskrá:
Í fyrsta lagi að setja þessar reglur inn í aðalnámskrá svo að þær gildi á landinu öllu en ekki bara í Reykjavík.
Í öðru lagi að breyta faginu Kristinfræði í trúarbragðafræði og raunverulega kenna sögu annarra trúarbragða til jafns við kristnina.
Og að lokum aðskilja ríki og kirkju að öllu leyti.
Banna trúboð í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | 4.10.2011 | 21:43 (breytt kl. 21:44) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 140
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er nú algjör skömm að þetta sé leyft í nútíma samfélagi og glaður að borgin hafi tekið loksins fyrsta skrefið.
Kristófer (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:55
Svo væri ekki galið að banna Guðfræði í Háskólanum
GAZZI11, 4.10.2011 kl. 22:02
Er ekki löngu búið að breyta kristnifræði í trúarbragðafræði?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:04
@GAZZI11 Guðfræði má alveg kenna í háskólanum þar sem engir neyðir sjálfráða fólk til að taka slíkt fag í háskóla (nema mögulega einhverjir sérvitrir foreldrar sem en stjórna fullorðnum afkomendum sínum)
@Geir Nei, því miður þá hefur það ekki enn gerst. Að vísu á að kenna trúarbragðafræði og siðfræði með kristinfræðunum en fagið sem slíkt heitir ennþá kristinfræði og er inni í aðalnámskrá. Getur séð það hérna:
http://www.ismennt.is/vefir/namskra/g/tru/welcome.html
Bergþór Heimir Þórðarson, 4.10.2011 kl. 22:26
Heyr heyr
Loksins jafnrétti, kenna kristin fræði jafnt á við hin trúbrögð heimsins. Þótt að kristin trú á sér djúpar rætur hér á íslandi, þá er það ekki annað en pólitísk rétthugsun að kenna hin trúbrögðin á sama stalli og kristin.
Þá þarf bara að byrja að berjast fyrir því að íslandssaga verður afnumin úr námsskrá grunnskólana og breytt í sögu heimsins. Því það pólitísk rétthugsun, að koma á mót við minnihlutann í grunnskólum landsins sem gætu verið með erlent ríkisfang.
Þvílík þvæla
Stefán Stefánsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:30
Það er stór munur á að kenna sögu kristinnar trúar í tengslum við sögu íslands og að kenna kristna trú á kostnað annarra trúarbragða. Ef það á yfir höfuð að kenna trúarbragðafræði í grunnskólum þá á að kenna öll helstu trúarbrögðin jafnt. Þetta hefur ekkert með "pólítíska rétthugsun" að gera heldur eingöngu að það sé líka borin virðing fyrir öðrum skoðunum en kristni í skólum landsins.
Þó að ég sé trúlaus í dag þá get ég sagt eins og er að þetta var mín skoðun líka þegar ég var í grunnskóla sjálfur og á þeim tíma taldi ég mig vera kristinn. Mér blöskraði sjálfum hversu lítið var kennt um hin trúarbrögðin þá og eftir því sem mér skilst þá hefur það lítið skánað.
Bergþór Heimir Þórðarson, 4.10.2011 kl. 22:50
Amen. Því fyrr sem þessi hugsunarháttur hverfur, því betra.
Arnar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 22:50
Hvað með þróunarkenninguna?
Er hún næst?
Þeir sem ekki trúa á hana eiga þeir að sitja undir "áróðri" um annað?
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 01:36
Óskar, að sjálfsögðu ekki.. Eina vandamálið sem ég hef með fólk sem sýnir engan stuðning fyrir þróunnarkenningunni sem 98% af vísindamönnum styðja að mestu leyti, er að þeir oftast og ég segi oftast ekki alltaf styðja "Creationisma".
Hvernig á fólk að taka menn alvarlega sem neita þróunnarkenningunni vegna þess að það eru "holur" í henni(ímyndaðu þér það, við erum ekki 100% viss hverning þróunin hefur verið seinustu 5 miljarða ára.) en samt styðja "Creationisma", og í sannleika sagt er sú kenning bara ein stór hola?
Kristófer (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 03:04
"Uuh já, næst ætti bara að henda út allri líffræði af því að sumir trúa því að fólk hafi sprottið upp úr moldinni!"
Mér finnst það reginheimska að líkja trúboði í skólum við kennslu í Íslandssögu og kennslu á þróunarkenningunni. Íslandssaga og þróunarkenningin eru studdar af heimildum og rannsóknum. Trúarbrögð eru menningarleg fyrirbæri sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og standast ekki gagnrýna hugsun.
Rebekka, 5.10.2011 kl. 05:49
Creationism er ekki kenning í dag, þetta er bara gömul draugasaga fornmanna.
Þróunarkenning er staðreynd sem er ekki hægt að hafna; Að segjast "Ekki trúa" henni er eins og að segast hafna stærðfræði, lestri, skrift.
Að innprenta í börn að þróunarkenning sé eitthvað sem sé hægt að velja hvort er trúað eða ekki, það er barnaníð;
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 12:58
Eru menn virkilega farnir að karpa um þróunarkenningun!?
Þessi umræða er á villigötum...
Garðar Valur Hallfreðsson, 5.10.2011 kl. 14:04
Auðvitað á að taka alla helgileiki út úr skólum líka. Fáránlegt að halda því eftir.
Jónas (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:32
@Jónas Tökum eitt skref í einu. Ég er í raun sammála þér en þú sérð nú hversu miklu fjaðrafoki þessar reglur hafa komið af stað. Að það sé ekki minnst á misskilning á reglunum o.s.frv. Leyfum þjóðkirkjunni og trúboðum þess aðeins að jafna sig á þessu áður en við tökum næsta skref.
Bergþór Heimir Þórðarson, 6.10.2011 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.