Jóhanna og Steingrímur mörkuðu þá leið.

Ekki þjóðin.  Ekki höfðu þau fyrir því að spyrja þjóðina hvað hún vildi.  Þau ákváðu bara að víst að þjóðin var svo vitlaus að kjósa þau á þing þá mættu þau gera það sem þeim dytti í hug.  Þrátt fyrir að það væri margbúið að benda þeim á þetta væri ekki það sem þjóðin vildi þá héldu þau samt áfram.  Ruddust áfram eins og fílahjörð í postulínsbúð án þess að skeyta neitt um afleiðingarnar.

Ég skildi vel af hverju Davíð Oddson var orðinn uppfullur af valdhroka á sínum tíma (og er enn).  Skýringin á því var einfaldlega hversu lengi hann var búinn að sitja á valdastól.

En aldrei datt mér í hug að fólk gæti orðið svona yfirfullt af valdhroka á þetta stuttum tíma eins og hefur sýnt sig með Jóhönnu og Steingrím.  Miðað við hvernig þau haga sér þá mætti halda að þau hafi verið í stjórn seinustu 20 árin en ekki 2 ár.  

Jóhann og Steingrímur, hafið vit á að segja af ykkur áður en mannorð ykkar er algjörlega farið í vaskinn.  Þið getið ennþá bjargað ykkur fyrir horn með því að viðurkenna að þetta hafi verið ykkur ofviða og gengið í burtu með allavega þann virðingarvott að geta viðurkennt ósigur og að þið hafið haft rangt fyrir ykkur. 


mbl.is Ný leið mörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jamm skrítið að við erum nógu vitlaus til að kjósa þetta lið.

Eigum við að fá hinn möguleikann? = ný bóla nýtt hrun.

Engin ástæða til að mótmæla ef hinn möguleikinn er svipaður eða verri

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Enda er ég ötull talsmaður þess að við þurfum nýtt og ferskt afl í stjórnmálin á Íslandi.  Afl sem er einhver alvara í, ekki eins og "Besti" flokkurinn.  Afl sem er ekki tengt gömlu flokkunum á nokkurn hátt og alls ekki tengt útrásinni.  Afl sem er með það á stefnuskránni að gefa okkur raunverulegt nýtt Ísland og er tilbúið til að halda því við um ókomna framtíð en ætlar ekki að stinga af um leið og markmiðunum er náð eins og Hreyfingin boðar.

Ég persónulega sé fyrir mér raunverulegt vinstri afl sem hefur öflugt velferðarkerfi að leiðarljósi.  Afl sem tekur vinstri stefnuna í heild sinni en ekki bara skattahækkanahlutann eins og ákveðinn jarðfræðingur sem nú situr í stjórn.

Það er nefnilega mín skoðun að háir skattar eru ekki vandamál svo lengi sem við fáum þjónustuna sem við erum að borga fyrir til baka.  Staðreyndin virðist vera sú að núverandi ríkisstjórn hefur ekki hugmynd um hvað felst í því að kalla stjórn norræna, vinstri velferðarstjórn.

En að sama skapi myndi ég líka samþykkja þverpólitískt afl sem hefði það fremst á sinni stefnuskrá að leiða þjóðina út úr núverandi ástandi á sem sanngjarnastan hátt fyrir alla landsmenn.

Bergþór Heimir Þórðarson, 13.4.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband