En á sama hátt eru hinir flokkarnir að klofna líka. Ég held að það þurfi ekkert að minnast á stöðuna innan VG en ég hef enga trú á öðru en að stór hluti Samfylkingarfólks hafi líka kosið nei í þessum kosningum. Ég veit að ég gerði það. Að vísu hef ég boðað að ég ætli að segja mig úr Samfylkingunni en ég hef ekki komist í það. Ég á bágt með að trúa að ég sé eini skráði Samfylkingarfélaginn sem kaus nei. Og þar af leiðandi tel ég nokkuð augljóst að Samfylkingin er klofin líka. Þó það væri ekki út af neinu öðru en að þetta hefur verið eitt stærsta mál hennar síðan hún komst í ríkisstjórn.
Framsókn virðist vera eini flokkurinn sem er ekki að klofna en það gæti meira en vel verið að það sé bara vegna þess að þeim tekst betur upp við að fela það en hinum flokkunum.
En burt séð frá því þá væri óskandi að Sigmundur stæði við stóru orðin og bæri fram vantrauststillöguna strax eftir helgi. Og svo getur Bjarni gert slíkt hið sama vikuna þar á eftir, svo Þór Saari og svo koll af kolli þar til hún verður samþykkt.
Fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.4.2011 | 15:04 (breytt 14.12.2011 kl. 13:57) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 140
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.