Mikið leiðist mér að segja það...

En ég er sammála Styrmi. Það verður að gera þessari sorglega vanhæfu ríkisstjórn það alveg ljóst að henni er ekki stætt á að sitja á þingi lengur. Hvort sem það er gert með undirskriftasöfnun, annarri búsáhaldabyltingu eða á einhvern annan hátt.  Allsherjar uppreisn kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um einhvern annan hátt.

Hagstæðast væri að sjálfsögðu fyrir alla aðila ef það væri gert í gegnum undirskriftasöfnun eins og Styrmir stingur upp á.  Þá þyrfti ekki að borga lögreglu óhemju fjárhæðir í yfirvinnukaup fyrir að verja þessa fégráðugu vitleysinga sem sitja á þingi ásamt því að það yrði enginn kostnaður vegna skemmda á alþingishúsinu eða öðrum dauðum hlutum.  Að því ógleymdu að enginn slasast í slíkri undirskriftasöfnun, allavega ekki líkamlega. 


mbl.is Undirskriftir gegn stjórninni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðaratkv.greiðslu og ríkisstjórn má aldrei tengja saman. Ef það verður gert er það með verið að taka þennan rétt af okkur að setja einstök mál í þjóðaratkvæði og það má aldrei verða. Þó þessi ríkisstjórn sé afar misheppnuð verður kannski síðar stjórn sem við erum þokkalega ánægð með NEMA kannski í einu stóru máli og þá á það ekki endilega að verða að falli þeirrar stjórnar, þetta VERÐUR að snúast um málefnið og bara málefnið og ekkert annað. Við fellum stjórnina á annan hátt

(IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 16:10

2 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Þar erum við hjartanlega sammála. Enda er ég ekki að fara fram á að þessi ríkisstjórn segi af sér á grundvelli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki eingöngu í það minnsta. Ég er frekar að segja að þetta sé seinasti dropinn fyrir þessa blessuðu stjórn okkar. Nú hefur þjóðin tvisvar kosið á móti sama Alþingi í (að grunninum til) sama málinu og gegn sömu rökunum sem komu frá ríkisstjórn.

Sem dæmi um að við séum sammála með að ekki megi tengja þjóðaratkvæði við ríkisstjórn þá heimtaði ég ekki afsögn stjórnarinnar þegar kosið var um Icesave II heldur varði hana með sömu eða svipuðum rökum og þú kemur með núna.

Bergþór Heimir Þórðarson, 10.4.2011 kl. 16:21

3 Smámynd: corvus corax

Komið með listann, ég skal skrifa.

corvus corax, 11.4.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband