Höldum við tvöfaldar kosningar, annað væri firra. Það má auðveldlega færa rök fyrir því að með því að halda tvöfaldar kosningar þá séu góðar líkur á að kosningaþátttaka í kosningu um stjórnlagaþingmenn myndi snaraukast frá fyrri tilraun þeirra kosninga. Svo sem ekki ólíklegt að það verði margir auðir seðlar þar en það stimplast nú fyrst og fremst á flókið kosningakerfi.
Að sama skapi má auðveldlega færa rök fyrir því að verði ekki haldnar tvöfaldar kosningar þá verði þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings ennþá verri heldur en hún var í haust. Fólk á ekki eftir að nenna að taka þátt í þriðju almennu kosningunum á landinu á innan við einu ári.
Varðandi hvort eigi að kjósa aftur til stjórnlagaþings eða ekki þá er það dagljóst í mínum huga að það er ekkert val um annað. Hinir tveir valmöguleikarnir sem hefur verið rætt um eru ekki í boði að mínu mati. Það er löngu kominn tími á að stjórnarskráin verði endurskoðuð í heild sinni og það hefur sýnt sig mætavel að alþingismenn eru ekki hæfir til að gera það á hlutlausum grundvelli. Og ef að þessir 25 sem voru kosnir í ógildu kosningunum í haust yrðu skipaðir af alþingi í stjórnlaganefnd þá myndi það ekki gera lítið úr æðsta dómsvaldi lands okkar heldur myndi það gera út um það. Þar af leiðandi stendur það eitt eftir að kjósa upp á nýtt.
Svo má hins vegar rökræða það fram og aftur hvort það ætti að kjósa aftur um þess 522 sem voru í framboði eða óska eftir nýjum framboðum. Mér persónulega finnst að það ætti að óska eftir nýjum framboðum en að sama skapi snarhækka lágmarksfjölda meðmælanda til að koma í veg fyrir annað eins fíaskó þar sem allir og amma þeirra voru í framboði. Mér þætti hæfilegur fjöldi meðmælanda 1/20 af fjölda meðmælenda mögulegs forsetaefnis eða minnst 75 og mest 150. Jafnvel 1/10 (150-300).
![]() |
Einföld eða tvöföld kosning? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2011 | 14:34 (breytt kl. 14:35) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.