Meingallað

Þessar tillögur eru svo meingallaðar að það hálfa væri helv. hellingur. Einu hækkanirnar sem þessar tillögur fela í sér er til einstaklings sem býr einn í leiguhúsnæði og einstæðs foreldris með fjögur eða fimm börn í leiguhúsnæði. Bæturnar hjá einstaklingnum fara úr 18 þús. í 22 þús. kr. á mánuði ef þær eru óskertar. Og hjá einstæða foreldrinu væru fjórða og fimmta barnið talið með sem er ekki í núverandi húsaleigubótakerfi.
Hins vegar myndu bætur til einstæðs foreldris með eitt til þrjú börn í leiguhúsnæði lækka um 1500 - 2900 kr. á mánuði.
Þar að auki lækka bæturnar umtalsvert til þeirra sem eru í eigin húsnæði.
Og svo er annað; fólk sem eru með barnið eða börnin sín í jafnri umgengni við forsjárforeldrið fá enga uppbót á sínar húsnæðisbætur þrátt fyrir að það þurfi augljóslega stærra og dýrara húsnæði heldur en ef það byggi eitt.
Ekki er minnst einu orði á þennan hóp, sem fer sístækkandi, og því er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en að enn og aftur sé gengið fram hjá umgengnisforeldrum.
mbl.is Gæti kostað 23-27 milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband