Tillagan felld með 32 nei á móti 30 já. Afskaplega þykir mér þetta sorgleg niðurstaða. Þá liggur eftir spurningin hvort að Jóhanna og Steingrímur sjái að sér og segi af sér sjálf. En það mun væntanlega ekki gerast. Ég geri frekar ráð fyrir að þau tvö muni halda dauðagripi í sína ráðherra stóla. Get svo sem vel skilið það.
Vandamálið er hins vegar það að með þau tvö á þessum stólum þá er annars vegar þingi og þjóð haldið í gíslingu valdsjúkra eiginhagsmunaseggja sem eru í þokkabót svo veruleikafyrrt að þau geta ekki séð, hvað þá trúað, hversu heitt þjóðin vill fá þau frá. Enda vanhæf með öllu. Verst er samt hversu margt samflokksfólk þeim hefur tekist að heilaþvo með bullinu í sér. Enda var það nokkuð augljóst af ræðum sumra stjórnarliða í kvöld að þau voru alveg jafn veruleikafyrrt og skötuhjúin.
Hins vegar þá hafa þau, ásamt nánum samstarfsaðilum, valdið vinstra sinnuðu fólki í landinu ómældum skaða. Það verður, að ég held, langt að bíða þess að þjóðin þori aftur að kjósa yfir sig vinstri stjórn. Og þá held ég að breyti litlu hversu mjög möguleg framtíðar vinstri stjórn/flokkur myndi reyna að sannfæra fólkið í landinu að vinstri stefnan feli meira í sér heldur en eintómar skattahækkanir á skattahækkanir ofan.
Hefði vinstri stefnunni verið fylgt í reynd þá hefði það ekki falið í sér frystingu á bótum almannatryggingakerfisins í tvö ár. Hvað þá að skerðingarnar hefðu verið auknar aftur, að kerfið hefði verið fært aftur um ein 5-7 ár. Eitthvað hefði sömuleiðis verið reynt, í það minnsta, til að koma í veg fyrir hinar löngu biðraðir eftir matargjöfum frá hjálparsamtökum. Það hefði ekki bara verið horft á raðirnar og sagt: Jah, það er ágætt að einhver er hjálpa þessu fólki. Eða eins og sumir stjórnarliðar hafa sagt að þetta sé nú ekki til að hjálpa fólki að standa á eigin fótum. Það hefði sömuleiðis verið settur fullur kraftur í það frá byrjun að búa til störf í stað þess að hafa fleiri þúsundir á atvinnuleysisskrá. Það hefði verið unnið eftir viðhorfinu að atvinnulaust fólk væri að fá bætur og að þá væri nú heldur skárra að nýta þennan starfskraft í nauðsynleg störf. Og jafnvel ekki það nauðsynleg. Svona gæti ég talið lengi.
Það er nefnilega svo að það felst meira í vinstri stefnunni heldur en hærri skattar. Vissulega er hluti af stefnunni skattar en þá á að koma þjónusta á móti. Raunveruleg norræn vinstri velferð felur nefnilega heilmikið í sér. Það er ekki nóg að hækka bara skattana og skera alls staðar niður og kalla sig svo norræna velferðarstjórn.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Guðmundur sat hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Styður ekki lengur ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Þurfa að færa fórnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að þau skötuhjúin myndu segja af sér þá væri mögulega hægt að bjarga þessari ríkisstjórn. Allavega út kjörtímabilið. Ég verð nefnilega að taka undir að ekki vil ég fá Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn. Og líkurnar eru yfirgnæfandi á að það yrði niðurstaðan. Ekki sé ég merki um að nokkuð nýtt afl sé á leiðinni. Allavega ekki sem gæti skákað þeim.
Það eru nefnilega einstaklingar innan núverandi ríkisstjórnar sem eru actually að standa sig og standa á sínu. Þar er einna augljósast hvernig Ögmundur er að standa sig. En svo hafa heyrst mjög upplífgandi ummæli frá Guðbjarti velferðarráðherra líka.
En af slæmum kostum er nóg að taka. Málið er að reyna finna þann sem er skástur. Og hvað sem það kostar þá þurfum við að losna við Jóhönnu og Steingrím.
![]() |
Vildu vantraust á oddvita ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 18:34 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki það að ég myndi mikið gráta það þó sá flokkur myndi hverfa hér af sjónarsviðinu. Ég held að fátt í stjórnmálum hafi meiri eyðileggingarmátt, til lengri tíma litið, en flokkur sem kennir sig við vinstri stefnuna en virðist ekki hafa hugmynd um hvað felst í þeirri stefnu. Flokkur sem hefur aldrei kunnað neitt annað en að vera á móti á erfitt með að losa sig við þá venju þegar hann þarf svo allt í einu að vera með. Enda sést það á því að það eina sem þessi flokkur virðist hafa afrekað síðan hann komst í stjórn er að hækka skatta án nokkurs tillits til hvers konar skaða hann er að valda.
Ekki það að Samfylkingin hafi staðið sig neitt betur.
Það sorglega er að í augnablikinu virðumst við eingöngu hafa val, væri boðið til kosninga núna, á milli flokkana sem ollu hruninu eða flokkana sem hafa sýnt það svart á hvítu að þau réðu ekkert við verkefnin sem þurftu að leysa.
Ég persónulega myndi kjósa Hreyfinguna miðað við valmöguleikana í dag, þó það væri ekki út af neinu öðru en að þau komu hvergi nálægt hruninu. En ég myndi hins vegar vilja sjá þau taka út úr sinni stefnuskrá að þau ætli að flýja um leið og þau hafi uppfyllt sína stefnu. Því ef þau kæmust til valda og tækist ætlunarverk sitt þá myndi enginn vera eftir til að viðhalda ástandinu sem þau vilja koma á.
![]() |
Þuríður þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2011 | 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. apríl 2011
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar