Jóhanna og Steingrímur mörkuðu þá leið.

Ekki þjóðin.  Ekki höfðu þau fyrir því að spyrja þjóðina hvað hún vildi.  Þau ákváðu bara að víst að þjóðin var svo vitlaus að kjósa þau á þing þá mættu þau gera það sem þeim dytti í hug.  Þrátt fyrir að það væri margbúið að benda þeim á þetta væri ekki það sem þjóðin vildi þá héldu þau samt áfram.  Ruddust áfram eins og fílahjörð í postulínsbúð án þess að skeyta neitt um afleiðingarnar.

Ég skildi vel af hverju Davíð Oddson var orðinn uppfullur af valdhroka á sínum tíma (og er enn).  Skýringin á því var einfaldlega hversu lengi hann var búinn að sitja á valdastól.

En aldrei datt mér í hug að fólk gæti orðið svona yfirfullt af valdhroka á þetta stuttum tíma eins og hefur sýnt sig með Jóhönnu og Steingrím.  Miðað við hvernig þau haga sér þá mætti halda að þau hafi verið í stjórn seinustu 20 árin en ekki 2 ár.  

Jóhann og Steingrímur, hafið vit á að segja af ykkur áður en mannorð ykkar er algjörlega farið í vaskinn.  Þið getið ennþá bjargað ykkur fyrir horn með því að viðurkenna að þetta hafi verið ykkur ofviða og gengið í burtu með allavega þann virðingarvott að geta viðurkennt ósigur og að þið hafið haft rangt fyrir ykkur. 


mbl.is Ný leið mörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarþingmenn athugið!!!

Gerið þjóðinni greiða og samþykkið þessa tillögu.  Ekki láta foringjaræðið stjórna ykkur.  Ekki láta ykkar eigin hagsmuni ráða.  Hugsið um hag þjóðarinnar.

 Sú ríkisstjórn sem þið vinnið fyrir hefur algjörlega mistekist verkefni sitt.  Horfist í augu við þá staðreynd og sýnið að þið séuð menn en ekki mýs, að þið hafið bein í nefinu og getið hugsað með einhverju öðru en veskinu ykkar og/eða valdþorsta.  

Kjósið með þessari tillögu og leyfið dauðri og vanhæfri ríkisstjórn að falla.


mbl.is Styðja vantrausttillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá getur maður bara vonað.

Nú getur maður bara vonað að órólega deildin innan VG sýni hvað í þeim býr og styðji vantrauststillöguna. Því þessi stjórn verður frá að fara.  Ekki er hægt að treysta á óánægða þingmenn Samfylkingarinnar þar sem þeir eru ákveðnir í að sitja sem fastast, alveg sama hvað það kostar.

Dugi þetta ekki til þá kalla enn og aftur eftir því að einhver með aðstöðu, fjármagn og kunnáttu komi af stað undirskriftasöfnun um afsögn ríkisstjórnarinnar. 

Svo er líka áhugavert að Jóhanna notar nánast orðrétt sömu rök gegn vantrausti og Geir H. Haarde gerði í nóvember 2008.  Og segir líka, eins og Geir, að þetta þjappi bara saman stjórninni. 


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband