Þetta er afskaplega einfalt

Ef það verður ekki séð til þess að kjósendur fái hlutlausa kynningu á lögunum og samningnum þá mun niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni einungis velta á hvor hliðin vinnur hræðsluáróðurskeppnina.  En er það ekki einmitt það sem ríkisstjórnin er að treysta á.  Akkúrat núna virðist áróðursmaskína stjórnarinnar vera að standa sig töluvert betur heldur en maskína mótherjanna.

Ég persónulega mun kjósa nei þar til annað kemur í ljós en hins vegar er ég líka ákveðinn í að leita mér eins mikilla upplýsinga um málið og ég get og það má vel vera að ég skipti um skoðun að því loknu.  Ég held samt að fæstir muni leggja það á sig sjálfir að leita uppi upplýsingar og reyna að taka upplýsta ákvörðun út frá því.  Í staðinn mun fólk láta tilfinningu ráða  þar vegur áróður að ég held einna þyngst.


mbl.is Ekki áform um frekari kynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband