Svolítið kjánalegt....

Að halda því fram að við fáum hlutlausa og greinargóða skýringu á samningunum frá sama fólkinu og sá um að semja. Að vísu minnist hann ekkert á hlutlausa skýringu en er það ekki nákvæmlega það sem við þurfum fyrst og fremst? Ég get ekki ætlast til þess að fá hlutlausa greiningu á samningi frá manni sem tók þátt í að útbúa samninginn. Það væri svipað og að ætlast til að fá hlutlaust mat á tertu ársins frá bakaranum sem bjó til uppskriftina að henni.
mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsagnir þings og forseta, kosningar strax, umboðslaus ríkisstjórn o.s.frv.

Munum við virkilega þurfa að hlusta á allt þetta rugl aftur? Sama ruglið og gekk yfir okkur í fyrra að allir og amma þeirra eigi að segja af sér. Helst að kjósa til þings samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu og nýjan forseta líka fyrst að við erum að kjósa á annað borð. Göngum bara alla leið, einar almennar kosningar þar sem við kjósum nýtt Alþingi, nýjan forseta, nýtt stjórnlagaþing og hendum sveitarstjórnarkosningum inn í pakkann líka. Reynið bara að gleyma ekki þjóðaratkvæðagreiðslunni í farganinu öllu saman.
mbl.is Bensínlaus ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undrandi??

Það kemur mér mest á óvart að þau skuli vera undrandi yfir þessu. Ólafur Ragnar er búinn að setja ákveðið fordæmi varðandi hvað þarf að gera til að koma málum í þjóðaratkvæði. Ef hann færi að brjóta út frá því fordæmi væri næsta víst að hann neyddist til að segja af sér embætti. Þar fyrir utan, eins og hann sagði sjálfur, þá er þetta framhald af Icesave II og það hefði skotið skökku við ef við, þjóðin, hefðum ekki fengið að klára það mál.

Þá er bara að fylkja liði á kjörstaði og segja nei við þessum lögum. Um að gera að kjósa til stjórnlagaþings í leiðinni. Og kjörstjórnir landsins, væruð þið til í að fara að lögum um almennar kosningar í þetta sinn.


mbl.is Undrast mjög ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband