Utanríkisráðherra Frakklands segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2011 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingrímur segir að annmarkar við stjórnlagaráðsleið séu ekki svo alvarlegir að þeir séu ekki óyfirstíganlegir. Rétt er það að lagalega eru annmarkarnir ekki svo miklir. Mjög einfalt í framkvæmd meira að segja. Ríkisstjórnin semur bara lagafrumvarp um stjórnlagaráð, heldur þrjár umræður um það frumvarp ásamt því að senda það í viðeigandi nefnd og samþykkir það svo. Ekkert mál.
Vandamálið er bara hversu mikið sú aðferð gjaldfellir Hæstarétt. Að mínu mati þá gjaldfellir þetta Hæstarétt það mikið að við getum eiginlega bara lagt hann niður. Hans ákvarðanir skipta hvort sem er litlu sem engu máli.
Ósammála Ögmundi um ráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2011 | 17:34 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppkosning er klárlega skárri kosturinn af tveimur slæmum. Þ.e.a.s. að skipa stjórnlagráð eða halda uppkosningu. Skásti kosturinn, eins og ég hef sagt áður, væru nýjar kosningar frá grunni þar sem farið yrði fram á fleiri meðmælendur heldur en var.
Nú getur maður bara vonað að meirihluti þingheims sjái hversu slæmt það væri að skipa stjórnlagaráð og þar með hundsa ákvörðun hæstaréttar. Ögmundur, Sigmundur og Lilja eru nú þegar komin á blað ásamt einhverjum slatta af stjórnarandstöðuliðum. Því miður vilja sjálfstæðismenn bara sleppa stjórnlagaþingi alveg en jafnvel það væri skárri kostur heldur en að skipa stjórnlagaráð.
Nú væri bara gaman að sjá fleiri stjórnarliða lýsa yfir andstöðu við þetta stjórnlagaráð og sýna það í verki að þau standi eingöngu við sína eigin sannfæringu á þingi en séu ekki heilalausir rakkar Jóhönnu og Steingríms.
Lilja vill uppkosningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2011 | 07:40 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkrir í stjórnlagahópnum óákveðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2011 | 17:40 (breytt 27.2.2011 kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég get eiginlega ekki annað en borið virðingu fyrir Ögmundi þó að ég sé nú ekki alltaf sammála honum. Reyndar yfirleitt ekki sammála honum. Hann er eingöngu að fylgja sinni eigin sannfæringu, sem honum og öllum öðrum þingmönnum ber að fara eftir. Ég var ósáttur við gagnrýni hans á hæstarétt eftir þessa ákvörðun þeirra en hann stendur við orð sín að það eigi að fylgja henni til hins ítrasta.
Þessi hugmynd að það sé bara allt í lagi að fara á svig við dóma eða ákvarðanir Hæstarétts sýnir það bara svart á hvítu að núverandi stjórnvöld hafa algjörlega hundsað kröfu þjóðarinnar um breytingu á stjórnarháttum í landinu. Þar fara í fararbroddi Jóhanna og Steingrímur. Jújú, vissulega er þessi leið lögleg en á sama tíma er hún siðlaus með öllu og gegn anda þrískiptingar valdsins. Að vísu hafa íslensk stjórnvöld aldrei haft mjög mikið álit á þeirri reglu.
Dómarar hæstaréttar sem og aðrir dómarar dæma samkvæmt lögunum, bæði í víðum og þröngum skilningi. Það er ekkert að því að gagnrýna dóma sem koma frá dómstólum en þeim skal hlýta engu að síður. Um leið og fólki finnst það bara í góðu lagi að fara fram hjá dómum hæstaréttar af því að það er ekki sammála þeim eða þeir eru óþægilegir þá getum við alveg eins lagt hæstarétt niður.
Ég er þeirrar skoðunar að stjórnlagaþing skal halda en þetta er ekki rétta leiðin til að það verði sátt og samstaða um störf þess þings.
Ítrekar andstöðu við stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2011 | 16:58 (breytt 27.2.2011 kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef það verður ekki séð til þess að kjósendur fái hlutlausa kynningu á lögunum og samningnum þá mun niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni einungis velta á hvor hliðin vinnur hræðsluáróðurskeppnina. En er það ekki einmitt það sem ríkisstjórnin er að treysta á. Akkúrat núna virðist áróðursmaskína stjórnarinnar vera að standa sig töluvert betur heldur en maskína mótherjanna.
Ég persónulega mun kjósa nei þar til annað kemur í ljós en hins vegar er ég líka ákveðinn í að leita mér eins mikilla upplýsinga um málið og ég get og það má vel vera að ég skipti um skoðun að því loknu. Ég held samt að fæstir muni leggja það á sig sjálfir að leita uppi upplýsingar og reyna að taka upplýsta ákvörðun út frá því. Í staðinn mun fólk láta tilfinningu ráða þar vegur áróður að ég held einna þyngst.
Ekki áform um frekari kynningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2011 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En þó eru allt aðrir flokkar við stjórnvölinn. Merkilegt er það hvað lítið breytist þó að annað fólk komist í stjórn í þessu landi. Og það þó að við stjórnvölinn sé fólk sem er alveg á hinum enda pólsins miðað við fyrri ríkisstjórnir. Það er alltaf þannig að ef eitthvað er óþægilegt fyrir þá sem stjórna þá þarf að breyta því. En þá spyr ég varðandi þessa tilteknu mögulegu breytingu: Hvar værum við stödd ef að þáverandi ríkisstjórn hefði fengið sínu framgengt 2004 og 26. grein stjórnarskrárinnar hefði verið afnumin?
Burt séð frá skoðun fólks á því hvort rétt hafi verið af forseta okkar að neita að staðfesta lögin núna og hvort fólk vill samþykkja eða neita þessum lögum í komandi kosningum þá hefði þessi breyting 2004 komið í veg fyrir að hægt hefði verið að synja Icesave II lögunum og því sætum við uppi með mun verri samning heldur en nú er kominn.
26. greinin verður að fá að halda gildi sínu. Það má mögulega laga hana aðeins til og gera hana skýrari en þá eingöngu til að styrkja þennan rétt forseta og þar með taka af öll tvímæli um þennan rétt.
Þar fyrir utan tel ég að það ætti að bæta greinum við stjórnarskránna til að auka möguleika þjóðarinnar á að koma umdeildum málum í þjóðaratkvæði. Vissulega þyrfti að setja einhver mörk, eins og t.d. að það væri ekki hægt að koma fjárlagafrumvarpi í þjóðaratkvæði. Og jafnvel að skilgreina viðbótargreinar að þær kæmu ekki til álita ef það væri aukinn meirihluti á þingi með lögum. En 26. greinin má ekki innihalda slík skilyrði þar sem þá væri ekki hægt að koma lögum, eins og t.d. icesave III, í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að alþingi væri augljóslega ekki að vinna í sátt við þjóðina eins og gerðist nú.
Á þann hátt héldum við ennþá þessu aðhaldi að þingheimi, aðhald sem hann þarf nauðsynlega á að halda þessi dægrin.
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2011 | 14:51 (breytt kl. 14:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höldum við tvöfaldar kosningar, annað væri firra. Það má auðveldlega færa rök fyrir því að með því að halda tvöfaldar kosningar þá séu góðar líkur á að kosningaþátttaka í kosningu um stjórnlagaþingmenn myndi snaraukast frá fyrri tilraun þeirra kosninga. Svo sem ekki ólíklegt að það verði margir auðir seðlar þar en það stimplast nú fyrst og fremst á flókið kosningakerfi.
Að sama skapi má auðveldlega færa rök fyrir því að verði ekki haldnar tvöfaldar kosningar þá verði þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings ennþá verri heldur en hún var í haust. Fólk á ekki eftir að nenna að taka þátt í þriðju almennu kosningunum á landinu á innan við einu ári.
Varðandi hvort eigi að kjósa aftur til stjórnlagaþings eða ekki þá er það dagljóst í mínum huga að það er ekkert val um annað. Hinir tveir valmöguleikarnir sem hefur verið rætt um eru ekki í boði að mínu mati. Það er löngu kominn tími á að stjórnarskráin verði endurskoðuð í heild sinni og það hefur sýnt sig mætavel að alþingismenn eru ekki hæfir til að gera það á hlutlausum grundvelli. Og ef að þessir 25 sem voru kosnir í ógildu kosningunum í haust yrðu skipaðir af alþingi í stjórnlaganefnd þá myndi það ekki gera lítið úr æðsta dómsvaldi lands okkar heldur myndi það gera út um það. Þar af leiðandi stendur það eitt eftir að kjósa upp á nýtt.
Svo má hins vegar rökræða það fram og aftur hvort það ætti að kjósa aftur um þess 522 sem voru í framboði eða óska eftir nýjum framboðum. Mér persónulega finnst að það ætti að óska eftir nýjum framboðum en að sama skapi snarhækka lágmarksfjölda meðmælanda til að koma í veg fyrir annað eins fíaskó þar sem allir og amma þeirra voru í framboði. Mér þætti hæfilegur fjöldi meðmælanda 1/20 af fjölda meðmælenda mögulegs forsetaefnis eða minnst 75 og mest 150. Jafnvel 1/10 (150-300).
Einföld eða tvöföld kosning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2011 | 14:34 (breytt kl. 14:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2011 | 21:59 (breytt 14.12.2011 kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bensínlaus ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2011 | 18:39 (breytt kl. 19:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar