Heyrðum við þetta ekki seinast 2004?

En þó eru allt aðrir flokkar við stjórnvölinn.  Merkilegt er það hvað lítið breytist þó að annað fólk komist í stjórn í þessu landi.  Og það þó að við stjórnvölinn sé fólk sem er alveg á hinum enda pólsins miðað við fyrri ríkisstjórnir.  Það er alltaf þannig að ef eitthvað er óþægilegt fyrir þá sem stjórna þá þarf að breyta því.  En þá spyr ég varðandi þessa tilteknu mögulegu breytingu: Hvar værum við stödd ef að þáverandi ríkisstjórn hefði fengið sínu framgengt 2004 og 26. grein stjórnarskrárinnar hefði verið afnumin?

Burt séð frá skoðun fólks á því hvort rétt hafi verið af forseta okkar að neita að staðfesta lögin núna og hvort fólk vill samþykkja eða neita þessum lögum í komandi kosningum þá hefði þessi breyting 2004 komið í veg fyrir að hægt hefði verið að synja Icesave II lögunum og því sætum við uppi með mun verri samning heldur en nú er kominn.

26. greinin verður að fá að halda gildi sínu.  Það má mögulega laga hana aðeins til og gera hana skýrari en þá eingöngu til að styrkja þennan rétt forseta og þar með taka af öll tvímæli um þennan rétt.

Þar fyrir utan tel ég að það ætti að bæta greinum við stjórnarskránna til að auka möguleika þjóðarinnar á að koma umdeildum málum í þjóðaratkvæði.  Vissulega þyrfti að setja einhver mörk, eins og t.d. að það væri ekki hægt að koma fjárlagafrumvarpi í þjóðaratkvæði.  Og jafnvel að skilgreina viðbótargreinar að þær kæmu ekki til álita ef það væri aukinn meirihluti á þingi með lögum.  En 26. greinin má ekki innihalda slík skilyrði þar sem þá væri ekki hægt að koma lögum, eins og t.d. icesave III, í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að alþingi væri augljóslega ekki að vinna í sátt við þjóðina eins og gerðist nú.

Á þann hátt héldum við ennþá þessu aðhaldi að þingheimi, aðhald sem hann þarf nauðsynlega á að halda þessi dægrin.


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband