Svolítið kjánalegt....

Að halda því fram að við fáum hlutlausa og greinargóða skýringu á samningunum frá sama fólkinu og sá um að semja. Að vísu minnist hann ekkert á hlutlausa skýringu en er það ekki nákvæmlega það sem við þurfum fyrst og fremst? Ég get ekki ætlast til þess að fá hlutlausa greiningu á samningi frá manni sem tók þátt í að útbúa samninginn. Það væri svipað og að ætlast til að fá hlutlaust mat á tertu ársins frá bakaranum sem bjó til uppskriftina að henni.
mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bakarinn gæti allavega frætt þig um hvað fór í tertuna. Er það ekki það sem málið snýst um? Vita innihaldið og uppskriftina?

Viltu kannski frekar fá uppskriftina frá Jóhönnu... eða Merði Árna?

Ófeigur (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Enda talaði ég um að ég vilji fá HLUTLAUSA greiningu á samningnum. Það fáum við ekki frá neinum stjórnmálamanni. Ég er alveg sammála Lárusi að því leytinu til að vissulega er betri kostur að fá upplýsingar frá nefndinni heldur en ríkisstjórninni. Ég er bara hræddur um að slíkri greiningu fylgi sami eða svipaður hræðsluáróður og við höfum hingað til fengið frá ríkisstjórninni.

Bergþór Heimir Þórðarson, 21.2.2011 kl. 07:48

3 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Mér þykir það ansi sérstakt að Mbl.is skuli breyta frétt þetta mikið eftir að hún var fyrst birt. Fyrir þá sem álpast hingað inn eftir að fréttinni var breytt þá stóð meðal annars þetta í upprunalegu útgáfu fréttarinnar:

"Jafnframt segir Lárus mikilvægt að þjóðin fái greinargóða kynningu á samningunum, en hann hefur áður gagnrýnt skort á henni. Hann telur að sú kynning eigi ekki að vera frá stjórnmálamönnun en fremur samninganefndinni sjálfri. Það myndi hjálpa mikið til og þjóðin þá geta tekið upplýsta ákvörðun."

Sé það að maður þarf að leggja það í vana sinn að taka afrit af fréttum sem maður bloggar við hérna.

Bergþór Heimir Þórðarson, 21.2.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband