Tíma illa varið

Spurning hversu mörgum raunverulega mikilvægum málum hefði verið hægt að koma í gegnum þingið hefðu þessum 208 tímum verið varið í þau í staðinn fyrir þetta eina mál. Alls ekki misskilja mig, þetta mál er mjög mikilvægt en það hefði ekki átt að þurfa nema smá stund, brot af þessum 208 tímum, að komast að hinni einu réttu niðurstöðu: VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA ICESAVE.
En því miður er það svo að meirihluti þeirra sem sitja á þingi þora ekki öðru en að láta gömlu heimsveldin kúga sig og þar með þjóðina alla. Þau þora ekki að taka áhættuna á að farin verði dómstólaleiðin því þau halda að við munum tapa því dómsmáli.

Mín kenning er hins vegar sú að Bretar og Hollendingar muni aldrei fara dómstólaleiðina að eigin frumkvæði, alveg sama hvað gengur á. Þeir muni hins vegar, ef svo fer að forseti vors neiti aftur að skrifa undir lögin (sem ég vona að gerist) og þjóðin segir aftur nei, bjóða okkur enn þá betri samning og svo enn betri samning eftir það.

Ástæðan fyrir því að þeir muni aldrei fara í mál við okkur að eigin frumkvæði er að það væri alltaf "lose/lose situation" hjá þeim. Á aðra höndina gætu þeir unnið og Ísland verið skikkað til að borga allt saman en þá væri komið dómafordæmi fyrir því að tryggingasjóðir innistæðna væru með ríkisábyrgð og hvorug þjóðin gæti staðið undir því ef þeirra eigin bankakerfi myndi hrynja og þá sérstaklega ekki Bretland. Það þyrfti meira að segja ekki nærri jafn stórt hrun á þeirra mælikvarða til að þeir gætu ekki staðið undir því. Og á hinn bóginn ef þeir myndu tapa því máli og þar af leiðandi kæmi í ljós að við hefðum haft réttinn okkar megin þá væri það "PR Disaster" fyrir bæði Hollendinga og Breta. Þar með væri það staðfest að þessar stóru þjóðir hafi á óréttmætan hátt þvingað litla Ísland til samningagerðar og reynt að þvinga okkar litlu þjóð til að skuldsetja sig í fleiri ár án þess að það væru lagaleg rök með því.

Hér með hvet ég Forseta vor, Ólaf Ragnar Grímsson, til að neita að staðfesta þessi(ó)lög og vísa þessu til þjóðaratkvæðis. Á þann hátt getur meirihluti þjóðarinnar ákveðið að steypa okkur í skuldafen næstu 35 árin eða staðið uppi á móti stóru þjóðunum. Á hvorn veginn sem sú atkvæðagreiðsla færi þá væru í það minnsta aðeins fleiri heldur en 44 hræður sem hefðu valið fyrir þjóðina. Aðeins meira heldur en 0,014% prósent þjóðarinnar sem hefðu valið fyrir hin 99,986% sem búa hér í þessu landi.


mbl.is Icesave-umræða í 208 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband